Heimsæktu okkur að Minniborgum

Gisting og veitingar í hjarta suðurlands

Gisting

Minniborgir í Grímsnesi byrjaði að bjóða gistingu í fallegum heilsárshúsum árið 2005. Húsin henta jafnt stærri sem smærri hópum, og einstaklingum. Á öllum tímum ársins eru Minniborgir með gistingu og starfandi veitingahús. Endilega skoða framboð, með því að ýta á hnappinn hér að neðan.

Veitingastaður

Veitingahúsið að Minniborgum tekur um 100 manns í sæti. Við leggjum mikla áherslu á ferskt hráefni hvort sem er kjöt, fiskur eða grænmeti. Úrvals steikur, fiskur og franskar, heimagerðir hamborgarar, samlokur, kjötlokur, salöt og heimagerð tómatsúpa. Þá er einnig tilvalið að panta og taka með sér í ferðalagið eða í bústaðinn.

Skoða myndband um staðinn

Minniborgir er gististaður á besta stað í uppsveitum Grímsnes. Heilsárshús og opið allt árið. Aðeins um 30 km frá Geysi og Gullfoss, á Biskupstungnabraut. 

Opið allan ársins hring.

Áhugaverðir staðir í nágrenni

Minniborgir eru í aðeins 70 km fjarlægð frá Höfuðborginni og spennandi viðkomustaður nálagt ýmsum ferðamannastöðum. Minniborgir eru vinsæll gististaður hjá mörgum vegna nálægðar við golfvelli, sundstaði og fjöldan af vinsælum náttúrperlum. Sjá meira um Þjóðgarðinn að Þingvöllum. Helstu staðir eru Þingvallar þjóðgarðurinn (45 km), Kerið (5 km), Flúðir (30 km), Selfoss (23 km), Laugarvatn og Fontana (17 km).

Minniborgir eru í 70 km fjarlægð frá Reykjavík.

Á svæðinu er veitingahús og góð úti- og leikaðstaða. Þá er stutt í sundlaug á Borg, verslunina Borg, þar sem selt er bensín og helstu nauðsynjar. Þá er stutt í marga skemmtilega golfvelli og veiði.

-

Kort
Bústaður eitt herbergi

Bústaður með einu herbergi í þorpi 1  Hvert hús er 30 m2 að stærð með einu svefnherbergi, sem er með tvíbreitt rúm og eina koju. Góður svefnsófi er í stofunni, þannig að alls get 5 manns gist í þessum húsum. Húsin í Skogarþorpi I eru 7 og eru þau mjög vinsæl fyrir stærri sem minni hópa, sem geta þá nýtt sér miðjuhúsið eða samkomuhúsið, sem er í miðju þorpinu. Þar eru sameiginlegir heitir pottar, kolagrill og góð útiaðstaða. Stutt er í leikvelli fyrir börnin.

Bústaður tvö herbergi

Tveggja herbergja hús í Skógarþorpi II  Hvert hús er 40 m2 að stærð með 2 svefnherbergum. Í hvoru herbergi er tvíbreitt rúm og ein koja. Þannig geta 6 manns gist í hverju húsi. Fullbúið eldhús er í hverju húsi, jafnvel diska uppþvottavél. Hverju húsi fylgir sér heitur pottur. Húsin í Skogarþorpi II eru 7 og eru þau mjög vinsæl fyrir stærri sem minni hópa, sem geta þá nýtt sér miðjuhúsið eða samkomuhúsið, sem er í miðju þorpinu. Þar eru kolagrill og góð útiaðstaða. Stutt er í leikvelli fyrir börnin. 

Bústaður þrjú herbergi

Bústaður þrjú herbergi  Við hvert hús er heitur pottur og gasgrill. Það eru 2 svefnherbergi á fyrstu hæð og tvö hjónarúm á annarri hæð. Þá er eitt einbreitt rúm eða koja einnig í húsinu, þannig að 9 manns geta gist í húsinu. Þessi hús eru með fullbúnu eldhúsi og sjónvarpi. Góður ísskápur er í húsinu. Leikvöllur krakkanna er í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð. Öll húsin eru með einkabílastæði.

Norðurljósamyndir teknar í september 2022

Í nágrenninu

Veitingastaður

Veitingahúsið Minniborgir

Veitingastaðurinn tekur allt að 100 manns í sæti. Þar er boðið upp á morgunmat, hádegismat og kvöldverð. Mjög skemmtilegur matseðill.

Golf

Stutt í skemmtilega golf velli eins og Kiðjaberg (11 km) Önverðarnes (13 km) og nokkra fleiri. Alveg tilvalið að taka golfkylfurnar með.

Sundlaugin Borg

Sundlaugin á Borg og íþróttasvæðið þar er rétt hjá. Sundlaug, heitir pottar og rennibraut fyrir alla aldurshópa.

Store & petrol station

Í gönguvegalengd er verslunin Borg, þar sem flestar nauðsynjar fást. Þar er einnig selt eldsneyti á bílinn.

Hestaleigur

Hestaleiga er m.a. hjá Sólhestum í Ölfusi ( 26 km) og á fleiri stöðum. 

Þingvellir

Distance from Minniborgir 45km