Bústaður tvö herbergi
Hvert hús er 40 m2 að stærð með 2 svefnherbergum. Í hvoru herbergi er tvíbreitt rúm og ein koja. Þannig geta 6 manns gist í hverju húsi. Fullbúið eldhús er í hverju húsi, með diska uppþvottavél. Hverju húsi fylgir sér heitur pottur. Húsin í Skógarþorpi II eru 7 og eru þau mjög vinsæl fyrir stærri sem minni hópa, sem geta þá nýtt sér miðjuhúsið eða samkomuhúsið, sem er í miðju þorpinu. Þar eru kolagrill og góð útiaðstaða. Stutt er í leikvelli fyrir börnin.
Miðjuhús þorpsins
Miðju húsið er í boði fyrir stærri hópa. Þar er hægt að halda alls konar viðburði eins og afmæli eða fundi. Þar komast fyrir um 40 manns í sæti. Eldhús er í miðjuhúsinu vel búið tækjum fyrir ýmsa viðburði. Þar er einnig salerni fyrir gestina.
Veitingahúsið Minniborgir
Veitingahúsið Minniborg er nýjasta viðbótin hjá okkur. Þar leggjum við mikinn metnað í að framreiða morgunmat, hádegisverði og kvöldverði úr besta fáanlegu hráefni og helst úr sveitinni, Beint frá bónda.
Veitingahúsið Minniborgir er staðsett við gistihúsin.
Aðstaða
Húsin
- Húsin
- 40 fm
- Tvö svefnhergi
- Allt að 6 manns
- Eldhús
- Stofa
- Baðherbergi með sturtu
- Barnarúm fyrir yngstu gestina
- Eldhús
- Ísskápur
- Örbylgjuofn
- Kaffivél
- Pottar/diskar/áhöld
- Útisvæði
- Heitur pottur
- Útipallur
- Grill í sameiginlegri aðstöðu